Grísirnir þrír

Grísirnir þrír er grínpodcast þar sem spunaleikararnir og vinirnir Gummi Fel, Geinar og Pálmi ræða allt milli himins og jarðar. Óskrifaðar reglur, eftirhermur, spurningakeppnir og framtíðin eru meðal efnis. Þeir eru allir með bakgrunn í spuna með Improv Ísland auk þess að vera meðlimir í sketsahópnum Kanarí.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

#34 Grísir um víða veröld

Thursday Jan 11, 2024

Thursday Jan 11, 2024


Fyrsti þáttur 2024 og fyrsti fjarþátturinn. Mikilvæg málefni rædd eins og Borgartún, nærbuxur og barnabílstólar. Hvað gera grísir á nýju ári.
 

Thursday Jan 04, 2024

Gestagrís vikunnar er hin óviðjafnanlega Steiney Skúladóttir. Við biðjumst velvirðingar á lélegum hljóðgæðum í þættinum, við kunnum ekki að stilla græjurnar á RÚV rétt. Steiney fer á trúnó með strákunum og sýnir í eitt skipti fyrir öll hvað hún er fáránlega góð eftirherma!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir

Thursday Dec 28, 2023

Lokaþáttur ársins og gestur vikunnar er enginn annar en Arnaldur sonur Gumma! Hvað er betra en að fá gest í podcastið sem er þriggja ára, hefur ekki áhuga á að taka þátt í samræðunum, leiðist mjög mikið og gerir óþarfa læti í stúdíóinu? Fókusleysið er allsráðandi en Grísirnir reyna að komast yfir spurningar og svo er eftirhermukeppni. Og að sjálfsögðu tveir brandarar frá Arnaldi! Hefðum við getað klippt þennan þátt meira? Sennilega. Nenntum við því? Nei :) 
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir

#31 - Jólaspecial

Thursday Dec 21, 2023

Thursday Dec 21, 2023

Gleðilega hátíð kæru grísir! Í jólagjöf fáið þið return of the king. Já, Geinar er kominn aftur og það er fantagír í honum þrátt fyrir vandræðalegt bílamóment fyrir nokkrum vikum. Við ræðum óskrifaðar reglur á jólunum, fegurðina í ljótleika ógeðslegra jólasería og tökum spurningar frá hlustendum á hundavaði. Æsispennandi spurningakeppni grallaranna með jólaþema, og í takt við anda jólanna þá bætti Pálmi auðvitað við twisti við keppnina þar sem við þurfum að ljúga. 
Fylgið okkur á instagram! @grisirnirthrir

Wednesday Dec 13, 2023

Það eru bara tveir grisir í grísabæ þessa vikuna. En strákarnir fá hjálp frá hlustendum og búa til óskrifaðar reglur i ræktinni. En fara svo í erfiðasta leik í heimi. Að herma eftir dýrum á eins sannfærandi hátt og hægt er.
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir

Thursday Dec 07, 2023

Grisirnir eru ennþá vængbrotnir þar sem Geinar er ennþá fjarri góðu gamni. En gestagrís þáttarins er Stefán Ingvar uppistandari úr uppistandshópnum VHS. Strákarnir fara yfir borðspilsreglur og fullt af öðru gerist líka sko.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir

#28 - Pálmi fær gjöf

Thursday Nov 30, 2023

Thursday Nov 30, 2023

Komdu með okkur í gauralegasta podcastið hingað til. Stefán Gunnlaugur úr Improv Ísland er gestagrís vikunnar og þátturinn er svo sannarlega all over the place. Skemmtilegar spurningar frá hlustendum, nýtt stef og jólakraftaverk! Umræður um TED fyrirlestra, holur í garðinum og hvað við öfundum fíla því þeir þurfa ekki að small-talka. Gaurar elska að lyfta og hlusta á power ballöður. Gaurar elska að grafa holur. Gaurar elska að mála herbergið sitt appelsínugult. Já, já, já já já.
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir

#27 - Einn einmana grís

Wednesday Nov 22, 2023

Wednesday Nov 22, 2023

Pálmi þarf að gera þátt einn. Hvernig fer það?

Thursday Nov 16, 2023

Grísirnir fara um víðan völl í þætti dagsins. Pálmi montar sig af djúpum eyrum og kærustu sem er eins og klunnalegur hundur. Strákarnir eru orðnir galmir og irrelevant og þessvegna vilja þeir bara jóladagatal með mismunandi tei. 
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir

#25 - He he he...

Thursday Nov 02, 2023

Thursday Nov 02, 2023

Gestagrísinn Hákon Örn Helgason mætir í heimsókn. Hann er spunaleikari, Pabbastrákur og körfuboltakvikmyndaáhugamaður. Strákarnir ræða Hrekkjavökuna, Vídeólegur og venjur í tölvupóstsamskiptum. Hver er munurinn á haha, hahah og hahaha? Hvað gerir maður þegar maður sónar út í samtali og þarf að láta eins og ekkert hafi í skorist? He he he…
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir

Image

Your Title

This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20240320