Grísirnir þrír
Grísirnir þrír er grínpodcast þar sem spunaleikararnir og vinirnir Gummi Fel, Geinar og Pálmi ræða allt milli himins og jarðar. Óskrifaðar reglur, eftirhermur, spurningakeppnir og framtíðin eru meðal efnis. Þeir eru allir með bakgrunn í spuna með Improv Ísland auk þess að vera meðlimir í sketsahópnum Kanarí.
Episodes
Thursday Feb 15, 2024
Thursday Feb 15, 2024
Það er mashup þáttur þessa vikuna því Búi Bjarmar, stjórnandi Hjólavarpsins, kíkir í heimsókn. Eða erum við að kíkja í heimsókn til hans? Það er ekki alveg skýrt hvort podcastið er gestur í hinu podcastinu en hey strákarnir eru svo miklir fagmenn að þið takið örugglega ekkert eftir þeim ágreiningi í þættinum. Óskrifuð regla á hjóli, erfiðar aðstæður á hjóli og eftirherma af hjóli. Hjól hjól hjól.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Og tékkið á podcastinu hans Búa!
Thursday Feb 08, 2024
Thursday Feb 08, 2024
Pálmi er aftur einn. Einn í Afríku að taka upp þátt. Hann veltir fyrir sér spurningum lífsins og hvort Ginny hafi virkilega verið stelpan fyrir Harry?
Thursday Feb 01, 2024
Thursday Feb 01, 2024
Grísirnir tengja sig saman frá Evrópu og Afríku til þess að ræða málin. Guð sé lof fyrir nútímatækni til þess að getað farið í hreimakeppni milli heimsálfna og rætt hvernig barninu manns gengur að kúka.
Thursday Jan 25, 2024
Thursday Jan 25, 2024
Pálmi og Gummi fara yfir vægast sagt magnað rit: Heila B.A. ritgerð sem var skrifuð um Grísina þrjá!! Eða reyndar bara hvernig við (og fleiri) segjum “ha?” en samt alveg magnað. Pálmi segir frá því þegar hann var í fangelsi sem hann ákvað sjálfur að fara í og hugmyndin um Grísahugleiðslubúðir kviknar. Tékkið á B.A. ritgerðinni “Ha? - Um breytingar í tónfalli í barnaefni og hlaðvörpum” eftir Kolbrúnu Maríu Másdóttur. Hún droppar á Skemmunni 24. feb!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Jan 18, 2024
Thursday Jan 18, 2024
Strákarnir hittast loksins hver í sínu horni og fara yfir óskrifaðar reglur í ræktinni, kynferðislegt menningarsjokk í Laugar spa, hvor sé líklegri til þess að stofna snorturt kaffihús í framtíiðinni og margt fleira.
Thursday Jan 11, 2024
Thursday Jan 11, 2024
Fyrsti þáttur 2024 og fyrsti fjarþátturinn. Mikilvæg málefni rædd eins og Borgartún, nærbuxur og barnabílstólar. Hvað gera grísir á nýju ári.
Thursday Jan 04, 2024
Thursday Jan 04, 2024
Gestagrís vikunnar er hin óviðjafnanlega Steiney Skúladóttir. Við biðjumst velvirðingar á lélegum hljóðgæðum í þættinum, við kunnum ekki að stilla græjurnar á RÚV rétt. Steiney fer á trúnó með strákunum og sýnir í eitt skipti fyrir öll hvað hún er fáránlega góð eftirherma!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Dec 28, 2023
Thursday Dec 28, 2023
Lokaþáttur ársins og gestur vikunnar er enginn annar en Arnaldur sonur Gumma! Hvað er betra en að fá gest í podcastið sem er þriggja ára, hefur ekki áhuga á að taka þátt í samræðunum, leiðist mjög mikið og gerir óþarfa læti í stúdíóinu? Fókusleysið er allsráðandi en Grísirnir reyna að komast yfir spurningar og svo er eftirhermukeppni. Og að sjálfsögðu tveir brandarar frá Arnaldi! Hefðum við getað klippt þennan þátt meira? Sennilega. Nenntum við því? Nei :)
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Dec 21, 2023
Thursday Dec 21, 2023
Gleðilega hátíð kæru grísir! Í jólagjöf fáið þið return of the king. Já, Geinar er kominn aftur og það er fantagír í honum þrátt fyrir vandræðalegt bílamóment fyrir nokkrum vikum. Við ræðum óskrifaðar reglur á jólunum, fegurðina í ljótleika ógeðslegra jólasería og tökum spurningar frá hlustendum á hundavaði. Æsispennandi spurningakeppni grallaranna með jólaþema, og í takt við anda jólanna þá bætti Pálmi auðvitað við twisti við keppnina þar sem við þurfum að ljúga.
Fylgið okkur á instagram! @grisirnirthrir
Wednesday Dec 13, 2023
Wednesday Dec 13, 2023
Það eru bara tveir grisir í grísabæ þessa vikuna. En strákarnir fá hjálp frá hlustendum og búa til óskrifaðar reglur i ræktinni. En fara svo í erfiðasta leik í heimi. Að herma eftir dýrum á eins sannfærandi hátt og hægt er.
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Your Title
This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.