Grísirnir þrír
Grísirnir þrír er grínpodcast þar sem spunaleikararnir og vinirnir Gummi Fel, Geinar og Pálmi ræða allt milli himins og jarðar. Óskrifaðar reglur, eftirhermur, spurningakeppnir og framtíðin eru meðal efnis. Þeir eru allir með bakgrunn í spuna með Improv Ísland auk þess að vera meðlimir í sketsahópnum Kanarí.
Episodes
Thursday Dec 07, 2023
Thursday Dec 07, 2023
Grisirnir eru ennþá vængbrotnir þar sem Geinar er ennþá fjarri góðu gamni. En gestagrís þáttarins er Stefán Ingvar uppistandari úr uppistandshópnum VHS. Strákarnir fara yfir borðspilsreglur og fullt af öðru gerist líka sko.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Nov 30, 2023
Thursday Nov 30, 2023
Komdu með okkur í gauralegasta podcastið hingað til. Stefán Gunnlaugur úr Improv Ísland er gestagrís vikunnar og þátturinn er svo sannarlega all over the place. Skemmtilegar spurningar frá hlustendum, nýtt stef og jólakraftaverk! Umræður um TED fyrirlestra, holur í garðinum og hvað við öfundum fíla því þeir þurfa ekki að small-talka. Gaurar elska að lyfta og hlusta á power ballöður. Gaurar elska að grafa holur. Gaurar elska að mála herbergið sitt appelsínugult. Já, já, já já já.
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Wednesday Nov 22, 2023
Thursday Nov 16, 2023
Thursday Nov 16, 2023
Grísirnir fara um víðan völl í þætti dagsins. Pálmi montar sig af djúpum eyrum og kærustu sem er eins og klunnalegur hundur. Strákarnir eru orðnir galmir og irrelevant og þessvegna vilja þeir bara jóladagatal með mismunandi tei.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Nov 02, 2023
Thursday Nov 02, 2023
Gestagrísinn Hákon Örn Helgason mætir í heimsókn. Hann er spunaleikari, Pabbastrákur og körfuboltakvikmyndaáhugamaður. Strákarnir ræða Hrekkjavökuna, Vídeólegur og venjur í tölvupóstsamskiptum. Hver er munurinn á haha, hahah og hahaha? Hvað gerir maður þegar maður sónar út í samtali og þarf að láta eins og ekkert hafi í skorist? He he he…
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Oct 26, 2023
Thursday Oct 26, 2023
Grísirnir Þrír og Hlaðvarp Improv Íslands sameina krafta sína í dag til að skapa þennan einstaka mashup þátt. Rebekka Magnúsdóttir og Stefán Gunnlaugur Jónsson spunaleikarar slást í för með Geinari og Gumma og saman tæklar fjóreykið erfiðar aðstæður tengdar afmælisdögum, apótekum og njálg. Við endum að sjálfsögðu þáttinn á hinum geysivinsæla en smá óbærilega leik Gestastælar.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Oct 19, 2023
Thursday Oct 19, 2023
Tveir af grisunum eru alltaf með höfuðföt, en geta þeir verið með hatta? Er eðlilegt að borða eintóma kotasælu? Er það jafnvel siðlaust? Stórt er spurt og mikið um svör.
Sérfræðingur þáttarins í iðnaðarmönnum (aka iðnaðarmaður) ræðir félagslegar aðstæður frá stjónarhorni iðnaðarmanna.
Misheppnaður liður með frábæru þemalagi, fimma, spurningakeppni og fleira og fleira.
Thursday Oct 12, 2023
Thursday Oct 12, 2023
Grísirnir fara í hinn sívinsæla Tiktok-leik sem er fullkominn leikur til að spila á hljóðrænum miðli. Auðveldasta leiðin til að smyrja brauð með köldu smjöri er að senda mömmu sína á keramiknámskeið. Vandræðalegar minningar rifjaðar upp og æsispennandi keppni af Educated guess - world record edition! Erfiðar aðstæður eru á sínum stað og líklega þær óþægilegustu hingað til.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Oct 05, 2023
Thursday Oct 05, 2023
Grísirnir þrír eru loksins sameinaðir á ný eftir back to back tveggja grísa þætti. Er besta lausnin á öllum félagslegum klemmum bara að ljúga? Strákarnir reyna að leika erfiðar aðstæður en eru bara óvart of góðir í að gera grínraddir. Fimman og Spurningakeppni Grallaranna eru á sínum stað og alls konar skemmtilegt grín og gaman flipp. Gleðilegan hrekkjavökumánuð!
Thursday Sep 28, 2023
Thursday Sep 28, 2023
Gummi fór í zipline og Pálmi er byrjaður á Tiktok. Pálmi kennir okkur memory palace aðferðina. Þurfa hestar að nota snuddur? Hvaða landvættur myndi vinna í slag? Hvað eru landvættirnir eiginlega stórir? Mikið spjall um landvætti og líka óþarflega mikið spjall um hegðun í umferðinni. Þátturinn er í boði Caves of Hella! Skemtilegasta afþreyingin á suðurlandi! Ef þið kíkið þangað endilega heilsið upp á hestana Mola og Ágúst.
Fylgið okkur á Instagram: grisirnirthrir
Your Title
This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.