Grísirnir þrír
Grísirnir þrír er grínpodcast þar sem spunaleikararnir og vinirnir Gummi Fel, Geinar og Pálmi ræða allt milli himins og jarðar. Óskrifaðar reglur, eftirhermur, spurningakeppnir og framtíðin eru meðal efnis. Þeir eru allir með bakgrunn í spuna með Improv Ísland auk þess að vera meðlimir í sketsahópnum Kanarí.
Episodes
Thursday Sep 21, 2023
Thursday Sep 21, 2023
Pabbi grísanna, Gummi Fel, komst ekki í þáttinn í dag svo litlu grísirnir tveir taka bara algjöran flippþátt.
Remix af þemalaginu, spurningar frá hlustendum, tik tok & fleira.
Thursday Sep 14, 2023
Thursday Sep 14, 2023
Grísirnir ráðleggja gríslingunum hvað skal gera ef maður móðgar óvart gym kennarann sinn eða ef maður hættir við að kaupa hlut eftir að fá mikla þjónustu. Auk þess fer fram ein epískasta eftirhermukeppnin til þessa.
Grísirnir ræða líka um sýningu Kanarí hópsins í Tjarnarbíó sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.
Thursday Sep 07, 2023
Thursday Sep 07, 2023
Hvernig bjargar maður vini sínum úr samtali? Elvis var með skothelt plan fyrir slíkar aðstæður. Góðvinur þáttarins, Hröðvar, kíkir í heimsókn og grísirnir ræða kúr fyrir svefn, óskrifaðar reglur í framsæti og hvernig þeir myndu spjara sig í fortíðinni. Gætu grísirnir þrír búið til vindmyllu árið 5000 fyrir krist? Nei. En gætu þeir útskýrt hvernig vindmylla virkar? Nei.
Fylgið okkur á Instagram og sendið spurningar, óskrifaðar reglur eða erfiðar aðstæður! @grisirnirthrir
Thursday Aug 31, 2023
Thursday Aug 31, 2023
Grísirnir ræða hvað Flubber væri skemmtileg viðbót við allar bíómyndir sem gerðar hafa verið. Hlustendur sem hafa ekki séð Flubber eru vinsamlegast beðnir um að horfa á hana strax. Eftirhermukeppnin er á sínum stað og inniheldur meðal annars óbærilegt samtal milli Mikka mús og Mikka mús. Geta karlmenn feikað fullnægingar? Afhverju var grísinn Baddi ekki með typpi? Og þarf suðurríkja-Geinar kannski að fara á spítala? Flubber.
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir
Thursday Aug 24, 2023
Thursday Aug 24, 2023
Master of social skills snýr aftur og fer yfir óskrifaðar reglur í giftingum. Mega allir biðja DJinn um óskalag? Hvað gerir maður ef maður er of fínn? Og síðast en ekki síst hvað eru margar fimm mínútur í einni veislu? Gríslingarnir hafa verið gríðarlega duglegir að senda inn spurningar og meðal umræðuefna eru landvættirnir, Disney prinsessur, Bítlarnir og afhverju Geinar er svona huggulegur. Hann gjörsamlega elskaði að svara þeirri spurningu!
Thursday Aug 17, 2023
Thursday Aug 17, 2023
Grísirnir ræða hræðslu sína við unglinga og setja sjálfa sig í erfiðar aðstæður, ímynda sér að gera podcast í kjarnorkubyrgi í 10 ár og að sjálfsögðu mæta hinir góðkunnu Lubbi Morthens og Adolf Bitler í heimsókn.
Thursday Aug 10, 2023
Thursday Aug 10, 2023
Strákarnir bjóða frægum í matarboð, tala ensku sannfærandi og reyna að skilja hvað má og hvað má ekki í flugvélum.
Thursday Aug 03, 2023
Thursday Aug 03, 2023
Fyrir þáttinn laumast strákarnir til að hella collab úr dósinni hans Gumma og fylla hana svo af sódavatni. Glöggir hlustendur heyra þegar Gummi uppgötvar hrekkinn Í BEINNI ÚTSENDINGU!
Grísirnir svara svo spurningum um feimnar blöðrur, gömul deit og brutal frænkur í matarboðum. Þeir deila líka erfiðri reynslu af sveittum knúsum og blautum handaböndum og Gummi Fel á stefnumót við sjálfan sig úr fyrra lífi.
Thursday Jul 27, 2023
Thursday Jul 27, 2023
Það eru allir að tala um Barbenheimer og grísirnir eru engin undantekning.
Thursday Jul 20, 2023
Thursday Jul 20, 2023
Hann er kominn! Þáttur númer 10! Sem við héldum reyndar að væri þáttur númer 8. En hvað um það. Óskrifaðar reglur í umferðinni, spurningar frá hlustendum og ótrúlega spennandi eftirhermukeppni! Ef þú hefur heyrt um óskrifuðu regluna að blikka hazard-ljósunum til að segja takk í umferðinni, endilega sendu okkur línu á Instagram, @grisirnirthrir
Your Title
This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.