Grísirnir þrír
Grísirnir þrír er grínpodcast þar sem spunaleikararnir og vinirnir Gummi Fel, Geinar og Pálmi ræða allt milli himins og jarðar. Óskrifaðar reglur, eftirhermur, spurningakeppnir og framtíðin eru meðal efnis. Þeir eru allir með bakgrunn í spuna með Improv Ísland auk þess að vera meðlimir í sketsahópnum Kanarí.
Episodes
Thursday Jul 13, 2023
Thursday Jul 13, 2023
Hvernig á maður að hegða sér í sturtu? Getur maður verið asnalegur í sturtu þegar maður er einn? (spoiler alert: Gumma finnst það). Það eru stóru spurningarnar í dag, auk þess sem gríslingarnir (hlustendur) spyrja spurninga, strákarnir gera realískan leikþátt og Geinar reynir að bjóða Gumma á deit.
Thursday Jul 06, 2023
Thursday Jul 06, 2023
Strákarnir taka við spurningum frá gríslingunum sínum. Hvað gerir maður ef glugginn manns snýr öfugt? Hvað gerir maður ef krakkar hæðast að reykingunum manns? Strákarnir reyna líka við hina eftirsóttu fimmu auk þess að komast að sannleikanum um hver er skítugastur.
Thursday Jun 29, 2023
Thursday Jun 29, 2023
Grísirnir þrír velta fyrir sér erfiðu spurningunum í lífinu eins og hvaða ár sé. Ótrúleg eftirhermukeppni á sér stað og grísirnir keppa í hver er með mesta ADHD.
Tuesday Jun 20, 2023
Tuesday Jun 20, 2023
Skrítnir tímar kalla á skrítið podcast. Kafbátar hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga og þar af leiðandi alveg borðleggjandi að gera heilan þátt um kafbáta. Kafbátasérfræðingur þáttarins, Máni Arnarson, mætir í spjall og svarar heimskulegum spurningum um kafbáta, hernað, internetið, gervihnattadiska og Nordstream jarðgasleiðsluna.
Og já Geinar er veikur.
Thursday Jun 15, 2023
Thursday Jun 15, 2023
Hvern hefði grunað að strætóferðir séu flóknustu félagslegu aðstæður sem fyrirfinnast? Geinar eltir fiðrildi og skoðar rúðustrikað blað. Hvor er líklegri, Guðmundur eða Guðmundur? Allt þetta og miklu meira í nýjum þætti af hlaðvarpi sem heitir í bili, Grísirnir þrír.
Thursday Jun 08, 2023
Thursday Jun 08, 2023
Reglur í sundklefanum, ástmögur þjóðarinnar, skítugt rassgat með strákunum, þrjár lygar og tvær eru sannar og alltaf að muna að faðma endurskoðandann sinn ... í sundi.
Thursday Jun 01, 2023
Thursday Jun 01, 2023
Löðrandi ferskt þemalag úr smiðju DJ Gulla Femm, Geinar tengir við bipolar froskinn í Þytur í laufi & hversu mikið á að tala við iðnaðarmenn? Oooog þið viljið ekki missa af þessari eftirhermukeppninni!!!
Thursday May 25, 2023
Thursday May 25, 2023
Áfram með smjörið! Nýtt nafn. Nýtt upphafslag. Framtíðarhornið? Hvaða reglum verður að fara eftir í afmælum? Spurningakeppni. Og hin sívinsæla eftirhermukeppni.
Tuesday May 16, 2023
Tuesday May 16, 2023
Þetta er komið í gang! Fyrsti þátturinn!
Hversu oft á að nikka manneskju í búð? Má commenta á hvað fólk er með í körfunni? Hvernig verður entertainment framtíðarinnar?
Grísirnir velta fyrir sér stórum spurningum og reyna að velja nafn á þáttinn (spoiler alert: það gengur ekki vel.)
Your Title
This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.